Getur einhver staðfest (og uppfrætt mig um) hvort það sé rétt að fangelsisárið sé einungis 9 mánuðir, að það dragist frá helgidagar og stórhátíðir. Einnig hvort það gerist nánast sjálfvirkt að fanga sé veitt reynslulausn þegar hann hefur afplánað tveimur þriðju hluta dómsins. Hverjar eru reglurnar nákvæmlega?
Sé ofangreindur skilningur réttur þýðir það t.d. að ólánsmaðurinn sem nýverið fékk þriggja ára dóm fyrir nauðgun situr inni í mesta lagi tvö ár. Hvað finnast fólki um þetta?