Já, nú hélduð þið að það væri kominn enn einn rifrildisþráðurinn um kók og pepsi eins og tröllriðu huga fyrir ekki svö löngu síðan, en ég ætla að reyna að hafa þennan ekki þannig, bara segja frá minni reynslu.
Þannig er, að í vor þá drakk ég ekki kók, uppáhaldsgosdrykkirnir voru Pepsi max og Bónus kóla. Svo kom þessi tappaleikur hjá kók og ég er svo shallow að ég byrjaði að drekka kók á fullu til að safna þessu. Síðan hef ég ekki litið við Pepsi.
Skrýtið er, að um helgina bað mamma systur mína um að pikka upp kók handa okkur, hún kom með Pepsi því maðurinn hennar drekkur bara bónuskóla og Pepsi. Ég fékk mér, og þvílíkur vibbi! Allt of sætt, og bara ewwwww.
Ég var svo á *Pizza Hut áðan, þar er bara boðið upp á Pepsi, ég drakk í fyrstu bara út af þorsta, en í endann var mér farið að líka bragðið. Svo kom ég heim, fékk mér úr þessari sömu Pepsiflösku og ég fékk mér úr fyrr í dag, og bragðið var allt annað. Ég fann ekki jafn mikið sætubragð, og fannst bara nokkuð gott.
Þetta fannst mér skrýtið, það þurfti ekki nema eitt glas til að koma mér til að líka við Pepsiið,það er minna en tók að breyta úr Pepsi í kók. Skrýtið hvernig bragðlaukarnir láta gabbast svona af öllum efnunum í drykkjunum…
(Sorrý ef ykkur er alveg sama um þetta, og finnst Þetta vera stigahórs þráður, en ekkert vera að koma með skítköst bara til að vera með leiðindi)
;}