Í stað þess að opna síðuna í nýjum glugga, eins og gerist reyndar þegar ég smelli á Heimasíðutengilinn og Staðsetningartengilinn í notendaupplýsingum, fer ég út af Huga og inn á aðra síðu.
Ég er viss um að hver sem er á Vefsíðugerð getur sagt ykkur að þetta sé slæm aðferðafræði, maður á að reyna að halda fólki inni á síðunni en ekki senda þá í burtu við minnsta tækifæri.
Því vil ég benda ykkur á að bæta við target=“_blank” á tenglana svo notendur sem eru vanir því að vera ekki hent út sí og æ þurfi ekki sífellt að logga sig inn aftur þótt þeim verði það á að slökkva á glugganum sem utanakomandi síðan er í.
Kveðja
Octavo
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: