Ástæðan er sú að þar sem ljóðskáldin hérna á Huga eru svo dugleg við að senda inn ljóð er forsíðan yfirleitt undirlögð af þeim(ljóðunum). Til dæmis er, þegar þetta er skrifað, helmingurinn af greinunum á forsíðu ljóð.
Ég hef ekkert á móti ljóðum, þvert á móti, en ég væri alveg til í að sjá eitthvað fleira á forsíðunni. Þeir sem hafa áhuga á ljóðum munu fara á það áhugamál og er því ekki þörf á að ljóðin sjáist á forsíðu.
Ljóð eru ekki eins og aðrar greinar hér á Huga, því að ljóð eru skáldskapur; þau eru sérstakt, fallegt tjáningarform sem margir leitast eftir að lesa og vita flestir hvar eru að finna og ættu því ekki að vera á forsíðunni.
Nú veit ég ekki hvort það er hægt að sleppa ljóðunum af forsíðunni en mig grunar að það sé hægt því að ég til mig ekki hafa séð greinar af nema örfáum áhugamálum þar.
Með kveðju
Octavo
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: