Hvað eruð þið hávaxin..og finnst ykkur lítið að vera 1.71 þegar maður er 15 ára..mér finnst þetta óþolandi að vera 1.71 og umgangast mest fólk milli 1.80 til 1.92
Ekki endilega, kannski byrjar einhver á kynþroskanum (óeðlilega snemma) á 10-11 ára (strákar þá) og hætta beinin að vaxa því fyrr. Þetta er bara meðaltal, ekki alhæfa svona skringilega.. Seinþroski er kannski 2 árum eftir- þá 19.5 ára? Ekki alhæfa svona…
En hvar heyrðiru það? (spurningin sem ég ætlaði að spyrja í byrjun).
Tja, já það er satt að það er möguleiki á því en þá er það líklegast sjúkdómur- eins og yngsta móðir í heimi var með einhvern sjúkdóm þannig að hún var “tilbúin” að eignast barn- misnotuð =( Fæddi barnið 5 ára, alin upp af ömmunni- vissi ekki að stelpan væri alvöru mamma hennar fyrr en barnið var við 10 ára aldur sirka).
Þetta er meðaltal og var í Lifandi Vísinda. Eins og þar var talað um hvenær maður verður fullorðinn, miðað við svefnmunstur er það 20,9 ára hjá strákum en 19,5 ára hjá stelpum, þar sem þær þroskast að meðaltali fyrr. En þetta er allt meðaltal, erfitt að tala um svona þar sem það eru ekki allir eins.
Don't have a signature… Don't need a signature… Don't want a signature!
Það er misjafnt eftir fjölskyldum hvenær fólk hættir að vaxa. Þú getur spurt pabba þinn hvenær hann hætti. Ef hann var ennþá að vaxa fram til 18, þá áttu kannski smá séns.
Annars er það ekki það versta í heimi að vera lágvaxinn :)
Ég er held ég 182 cm eða eikkað í kringum það, og já ég er held ég minnstur í mínum vinahóp af strákunum. Ég umgengst marga sem eru 190-200 cm. Tha big dudes
Ég er 16 ára og er 1.64 og tveir bestu vinir mínir eru mjög stórir. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að umgangast stórt fólk. Mikið skemmtilegra að gera grín að stóru fólki en litlu.
Ég er 15 ára og er 158 cm. Og ég þoli það ekki!!!!
Afi minn er (eða var) 178, og allar hans dætur (þar á meðal mamma mín) þurftu að vera litlar eins og amma. Það líður ekki sá dagur að ég pirrist ekki yfir því.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..