Það var “racquetball” salur í Veggsport á sínum tíma en sá salur er í dag notaður fyrir eróbik.
Racquetball á undir högg að sækja í dag og meira segja í Bandaríkjunum, þar sem menn stunda þetta hvað mest, sjá menn meiri hag í því að breyta “racquetball” sölunum í skvass sali. Það er reyndar góð þróun þar sem skvass hefur meiri möguleika á að verða vinsæl íþrótt og verða vonandi Ólympíugrein.
Basic munurinn á skvassi og “racquetball” er að í “racquetball” er spaðinn með stærri haus og styttra skafti, boltinn er stærri og skoppar meira. Ameríski racquetball salurinn er lengri en skvass salur en sá ástralski er jafnstór.
Racquetball er ekki eins erfitt sport líkamlega og skvassið þar sem mun meiri snerpu og liðleika er krafist í skvassinu, og einnig þarf ekki eins góða tækni til að stýra boltanum.
Ástæðan fyrir því að nýjar líkamsræktarstöðvar bjóða fáar upp á “racquetball” sali, jafnt sem skvass sali, er einfaldlega sú að það borgar sig ekki miðað við plássið sem þetta tekur.
Réttara væri að reyna fá íþróttafélögin til að byggja skvass sali…