http://www.visir.is/ExternalData/pdf/dv/051109.jpg
Lítur út fyrir að bílstjórinn sé fégráðugur asni ekki satt.
En hér kemur hin hliðin á sögunni, vinsamlegast lesið.
Fyrir 2 mánuðum skeður þetta óhapp, og drengurinn hleypur utan á bílinn, sem er á undir 20 km hraða, og er svo óheppinn að bremsað er yfir fótinn á honum. Foreldrar drengsins verða vitni að þessu, og segja strax að þetta hafi verið sök drengins og að ökumaðurinn hafi ekkert getað gert. Nú, bíllinn beyglast og ökumaðurinn og faðir drengsins ræða saman og athuga hvort fjölskylda drengsins sé ekki tryggð fyrir tjóninu, og kemur í ljós að svo er ekki. Og því býst ökumaðurinn við því að fjölskyldan greiði tjónið. Faðir drengsins skýrir að þau eigi ekki mikla peninga og kona sín geti ekki unnið. Ökumaðurinn segist skilja það vel, en segir jafnframt að ef sín fjölskylda valdi svona tjóni þá borgi hún alltaf og hann verði bara að eiga þetta við sína samvisku. Síðan talast þeir ekki meira við.
Núna, tæpum 2 mánuðum seinna fer faðir drengsins með þetta í DV og segir að hann hafi engan frið fengið frá þessum manni sem sé að reyna að rukka hann. Á þessu tímabili hefur ekki eitt símtal komið til hans. Þegar maður fréttir svona hugsar maður hvað þetta er veikt fólk sem vinnur þarna á DV, látandi saklaust fólk líta út eins og verstu glæpamenn. Síðan fer heldur ekki á milli mála að faðirinn er sjálfur mikið veikur.
Ekki spurja hvernig ég veit þetta, ég get lofað ykkur því að ég sé að segja 100% satt og þekki ökumanninn persónulega.
Tjáið ykkur.