Paladínar er hjálparsamtök og er nafn samtakanna dregið frá riddurum frá 8. öld og eftir 1066, sem lifðu eftir riddarareglum sem voru grundvallaðar á trúarlegum grunni. Samtökin ná til allra sálrænna vandamála sem hægt er að búa við. Þannig að hvort sem fólk býr við þunglyndi, geðklofa, alkóhólisma, geðhvörf, skapsmunaköst, samkynhneigð (þá er átt við þau vandamál sem fordómar hafa í för með sér, í stað þess að um sé að ræða samkynhneigðina sjálfa) og í raun bara hvaða sálræn vandamál sem er, þá eru samtökin til þess stofnuð að koma til móts við það.
Þó að veikindin taki á sig mismunandi mynd, þá liggur samt sama rótin að baki, líkt og með tré að þó maður höggvi ávextina burt þá koma bara aðrir í staðinn meðan greinin er til, og þó maður höggvi greinina burt þá kemur bara önnur í staðin meðan rótin er til. Þess vegna er viljað höggva burt ræturnar að veikindunum, og planta nýjan grundvöll í staðinn fyrir fólk til að lifa eftir. Hér getur fólk deilt reynslu sinni með öðrum, rætt um það sem því brennur á hjarta að segja, og fengið stuðning frá öðrum meðlimum.
Reynt er að finna úrræði við þeim vandamálum sem hver maður stendur frammi fyrir, og stutt hvern mann til að getað staðið uppi á eigin fótum í veikindum, náð áttum, og tekið skynsamlegar ákvarðanir í aðstæðum. Það eru ákveðin grundvallaratriði sem hver maður þarf að heyra og vita, til þess að getað horfst í augu við veikindin og sigrað þau, svo að þannig vilja samtökin búa til fullkominn grundvöll fyrir fólk sem það sjálft byggir ofan á, þegar það fylgir sinni eigin sannfæringu.
Klæðst er ekki efnislegum herklæðum og vopnum, heldur andlegum. Hjálmurinn er víðsýni, skilningur og rökvísi. Sverðið er elska, hugsjónir og sannleikur. Skjöldurinn er trú, von og afneitun (hunsað ósjálfráðar hugsanir). Brynjan er þolinmæði, æðruleysi og óeigingirni. Beltið sem heldur herklæðunum saman er viljinn (beislað athyglina), frelsi og þekking. Hesturinn sem ferðast er á er hreinskilni, skynjun og innsæji hjartans, og skynsemi.
Hist er í Geðhjálp á mánudögum kl. 20:00
Heimasíðan er á slóðinni:
Http://blog.central.is/paladinar
Fólki er frjálst að hafa samband á heimasíðunni (vinstra megin á glugganum) ef það vill fá ráðgjöf og tala um það sem því brennur á hjarta að segja.
Hér er heimasíða um sagnfræðilegan bakgrunn þess út af hverju nafn samtakanna er Paladinar:
http://www.angelfire.com/rpg/cavalier/ThePaladin.html