En aftur.. jú það er bara víst af því að þarna er verið að fylla sérstök hverfi eða jafnvel heilu bæina sérstaklega af innflytjendum í stað þess að láta þá blandast landinu.
Þessi fullyrðing á nánast bara um frakkland. Í þýskalandi og í danmörku er allt öðruvísi háttað að hlutunum og útlendingar blandast meira við innfædda.
Ég veit um dæmi í danmörku þar sem stelpur var neytað um skólavist í grunnskóla út af því að hún var íslendingur. Og þetta var almenningsskóli. Ef fólk fær svona viðbrögð þá vill það ekki blandast í þetta ógeðslega samfélag sem vill ekki einu sinni mentna þig.
Hefur þú einhverntímann verið innflytjandi? Hefur þú einhverntímann fengið þá fordóma sem innflytjendur fá? Nei. Býst ekki, ekki stóð það um þig á google eða annarsstaðar, eða neitt annað sem gefur það til kynna á netinu. Ég hef staðið í landi sem innflytjandi. Ég kunni ekki tungumálið, ég kunni ekki ensku. Ég talaði bara íslensku. Ég var frá íslandi og flutti til Danmerkur og ég fékk fordóma í hausinn. Ég fékk ekki eins góða læknisþjónustu eins og venjulegur dani og heldur ekki fjölskyldan mín. Við fengum ekki eins góða þjónustu á veitingastöðum, búðum eða verslunum bara út af því að við töluðum ekki fullkomna dönsku. Athugaðu, ég er að tala um Danmörk, ekki Frakkland eða Spán, heldur það land sem margir líta upp til. Svona tekur það á móti útlendingum.
lestu nú svör þín aftur yfir. Þú ert sjálfur búinn að útskýra af hverju stéttaskipting er ekki málið.