Bíddu, þú fyrirgefur ef ég er að miskilja eitthvað, en ertu að gefa í skyn að ég borði ekki kjöt af því að ég sé hrædd um að ég fitni ? Í raun þá finnst mér þetta bara alveg gjörsamlega útí hött, þar sem ég er frekar grönn að eðlisfari og get borðað það sem ég vil án þess að fitna. Og ég borða alveg fitu, er kotasæla ekki talin sem fita m.a. ?
Ekki reyna segja mér að einhver 14 ára stelpa borða ekki kjöt útaf henni þykkir svo vænt um dýrinn, fer svo í skólan daginn eftir og leggur “feita/ljóta” fólkið í einelti…
Gætirðu útskýrt þetta aðeins fyrir mér? því ég náði þessu ekki alveg, varstu að meina að ég sé að leggja feitt fólk í einelti af því að það borði kjöt en ekki ég? bara svo þú vitir þá er það oftast öfugt, strákarnir sem eru með mér í bekk fá augljóslega eitthvað mikið útúr því að spurja mig afhverju ég borði ekki kjöt og segja mér mikið um það hversu gott kjöt sé. Ég nenni ekki að standa í því að vera fá þessar sömu ræður frá fólki á netinu sem ég þekki ekki neitt um kjötát og hvað ég sé að missa af miklu eða hvað þetta sé vitlaust o.fl.