Já ég veit að þetta er kannski þreytt umræða en það pirrar mig hvað það gengur alltaf hægt hérna á Íslandi að breyta því sem flestir eru sammála um að sé óréttlátt.

Nú er ég búinn að fylgjast með umræðu um þetta á Alþingi og maður er alveg búinn að heyra sláandi tölur. T.d….

* Heildarskatttekjur ríkisins af bílum og umferð fara yfir 40 milljarða kr. á þessu ári en voru 31 milljarður kr. á sl. ári.

* FÍB hefur bent á að á þessu ári verður einungis varið 13 milljörðum kr. til vegagerðar af 40 milljarða kr. heildartekjum ríkisins af bílasköttum.

* Núverandi öfgaverð er samt sem áður í tímabundinni lækkun. Ef engu verður breytt þá mun skattur á líterinn hækka úr 41 kr upp í 45 kr um næstu áramót!

* 15 milljarðar króna af sölu Símanns fara í vegagerð.


Pétur Blöndal var þarna einn á báti að verja þessa öfgaskatta ásamt því að halda því fram að hann væri stuðningsmaður skattalækkanna. Þrátt fyrir það að við dýrasta bensín í Evrópu segir hann að það sé “hættulegt” að lækka hann vegna þess að þetta sé í raun umhverfisskattur. Er þá kannski æskilegt að önnur Evrópulönd hækki verðið á líterinn um 20-30 krónur? Svo afsakar hann skattinn líka með því að bílanotkun sé að aukast í Kína og Indlandi!!! Auðvitað útskýrir það heimsmarkaðsverðið en það réttlætir ekki að meirihluti skattsins fari í gróða hjá ríkinu!

Svo er ég líka óánægður með stjórnarandstöðuna fyrir að óska aðeins eftir því að skatturinn verði lækkaður tímabundið. Það er löngu kominn tími til þess að breyta þessu kerfi í heildina. T.d. fella bensínskattinn og hafa mánaðarleg vegagjöld á móti lægra bensínverði eða eingöngu hafa lítersskattinn og fella niður virðisaukaskattinn og önnur aukagjöld.

En já ég er orðinn þreyttur á því hvað það gengur hægt að breyta öllu á þessu skeri þó það sé þjóðarsátt um það!