Munurinn er sá að í Bretlandi þá getur þú ferðast með almannasamgöngum (sérstaklega í borgunum) fyrir lítið sem ekkert. Ekki aðeins er slíkt dýrt á Íslandi heldur líka mjög verri ferðamáti. Ég sé ekki einkabílanotkunina breytast næstu áratugina á Íslandi. Fólk heldur í þetta þó að verðið hækki um helming á stuttum tíma.
Ef við ákveðum núna í dag að hættta að byggja yfir fleiri landssvæði og byrja að byggja upp þá lagast þetta kannski eftir nokkra áratugi vonandi.
Getið þið ímyndað ykkur ef bensínið myndi einn daginn lækka í kannski 72 kr fólk myndi ekkert hætta að keyra og menga alltof mikið ;)
Já við dettum bara niður dauð um leið og það gerist. Heimsendir.
Nei veistu hvort sem er mun þessi orkugjafi ekki ríkja lengur en í mesta lagi 50 ár í viðbót svo það er óþarfi að koma með dómsdagsspár. Núna vil ég ekki endilega að við reynum að halda verðinu í 70 kr heldur frekar að við komum í veg fyrir að verðið verði 150 kr á líterinn eftir áratug.
Af hverju að bjóða okkur upp á slíkt þegar 2/3 hluti skattsins fer í gróða hjá ríkinu?
Einkabílinn hefur vegameira hlutverk á Íslandi en í stórum vestrænum löndum sem við berum okkur saman við. Í stórborgum er það einfaldlega fljótlegra og þægilegra að ferðast með almannasamgöngum, fólk kýs að gera það í stað þess að vera þvingað. Óraunhæft er að bera saman Ísland við slíkt.
Bensín verður alltaf í dýrari kanntinum á Íslandi vegna þess að samkeppni er lítil og að það er dýrt að senda það hingað fyrir svona lítinn markað. Aðstæðurnar eru það slæmar hérna að það er algjör óþarfi að bæta ofan á öfgaskatt eins og lönd í allt öðruvísi aðstöðu hafa þurft að gera.
Ég er almennt á móti neyslustýringu og það er engin undantekning þegar kemur að eldsneyti. Það er ekki sanngjarnt gagnvart fólki á lágum launum að borga öfgaverð af því að SUMIR gætu mögulega rúntað of mikið ef verðið er of lágt. Ég eins og margir aðrir hérna á Íslandi er að keyra nákvæmlega sömu lítrana í hverjum einasta mánuði. 80% af keyrslunni fer í sömu rútínuna. Alltaf sömu 120-130 lítrarnir á mánuði sem ég eyði óháð bensínverði.
Ef verðið lækkar niður þá mun ég fagna því að hafa pening inn á kortinu í enda mánaðarins en ekki rúnta eins og vitleysingur út um allt.
Meira að segja er sú þjóð sem er með lægstan skatt á eldsneyti, Bandaríkin, þegar farin að stofna til stríða til að komast yfir meira af henni.
Ólíkt Evrópumönnum sem borguðu bara einræðisherranum marga milljarða dollara bak við tjöldin til þess að fá ólöglega samninga í landinu. Í kostnað almennra borgara í landinu sem áttu að fá mat og lyf fyrir söluna. Heimskreppa er handan við hornið vegna ástandsins. Ekki af því að of margir eru að rúnta um helgar heldur af því að hundruðir milljónir manna eru að bætast í hóp bifreiðamanna á mjög stuttum tíma. Aðallega í Indlandi og Kína.
Já já þau eru fleiri löndin sem mætti frelsa frá kúgun en Írak. En það var frekar augljóst þegar maður lýtur yfir heildarmyndina af hverju Írak var í fyrsta sæti. Olían þeirra getur frestað kreppu um mörg ár ásamt því að bæta kjör þeirra sem búa í landinu sjálfu. Stór meirihluti þjóðarinnnar var kúgaður af minnihlutanum og vildu losna undan þeirri kúgun. Slíkt gagnast bæði heiminum og Írökum. Kreppa getur auðveldlega drepið margfalt fleiri en nú hafa látið lífið við frelsun Íraks, meðal annars einnig í sjálfu Írak.
Aukið frelsi bæði í viðskiptum og almennt (lýðræði) í miðausturlöndum hefur mjög jákvæð áhrif á alla heimsbyggðina. Slær tvær flugur í einnu höggi, þrengir að hryðjuverkasamtökum sem hafa haft svigrúm til að vaxa þar ásamt því að fresta kreppunni um mörg ár og auka líkurnar á að annar orkugjafi geti tekið við. Eingöngu frelsun Íraks gæti verið það sem frestar næstu kreppu og heimstyrjöld um jafnvel heilu áratugina. Eins og sagan hefur sýnt þá virðist það vera þannig að allir einbeita sér að vissum svörtum blettum þegar slíkt er í gangi, heildarmyndin verður ekki augljós fyrr en áratugum seinna þegar sagan er skrifuð.