Var að velta fyrir mér hvort einhver hér væri að fara kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina.
Ef svo er, hvernig ertu búin/n að hugsa listann?
Minn lítur svona út í augnablikinu:
1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (sækist eftir 1. sæti).
2. Júlíus Vífill Ingvarsson (sækist eftir 2. sæti).
3. Kjartan Magnússon (sækist eftir 3. sæti).
4. Þorbjörg Helga Vignisdóttir (sækist eftir 4 .sæti).
5. Hanna Birna Kristjánsdóttir (sækist eftir 2. sæti).
6. Bolli Thoroddsen (sækist eftir 5. sæti).
7. Sif Sigfúsdóttir (sækist eftir 5.-7.sæti).
8. Björn Gíslason (sækist eftir 7. sæti).
9. ? Þetta sæti er eiginlega óráðið eins og er, ég er að gera upp við mig hvort Gísli Marteinn á að fara á listann eða hvort ég kjósi einhvern annan, t.d. Kristján Guðmundsson sem sækist eftir 5. sæti.
Úff, þetta er erfitt, mjög erfitt. Það er mikið af góðu fólki þarna sem ég vil að komist á listann.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.