Löggan
Má Löggan leita í Bílnum hjá fólki án heimildar?
Ég hvet fólk til þess að hugsa öfugt.. eða “ég hef ekki gert neitt af mér, af hverju ætti ég að leyfa þeim að skoða bílinn minn?”. Svona viðhorf er örugglega algengara erlendis en hérna á Íslandi.
XI. kafli. Leit.
89. gr. 1. Heimilt er að leita í húsum sakbornings, geymslustöðum, hirslum, skipum og öðrum farartækjum í því skyni að handtaka hann, rannsaka ummerki brots eða hafa uppi á munum eða gögnum sem hald skal leggja á.
2. Leita má hjá öðrum mönnum en sökuðum þegar brot hefur verið framið þar eða sakaður maður handtekinn. Einnig ef gildar ástæður eru til að ætla að sakborningur haldi sig þar eða þar sé að finna muni eða gögn sem hald skal leggja á.
90. gr. 1. Leit skv. 89. gr. skal ákveðin með úrskurði dómara nema sá sem í hlut á samþykki hana.
2. Rannsóknari má þó leita án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Leita má án úrskurðar að manni sem handtaka skal ef honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan ef beðið er dómsúrskurðar.
91. gr. Í húsakynnum, sem eru opin almenningi og í húsum þar sem lausungarlýður og brotamenn venja komur sínar, má leita, ef þörf þykir, þótt ekki sé fullnægt skilyrðum 89. og 90. gr.
92. gr. 1. Leita má á sakborningi ef nauðsynlegt þykir til að taka af honum gögn eða muni sem hald skal leggja á. Leiki grunur á að maður feli innvortis muni eða efni sem hald skal leggja á er heimilt að framkvæma leit, að fengnu áliti læknis. Þá má taka blóð- og þvagsýni úr sakborningi og framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn í þágu rannsóknar sem gerð verður á honum að meinalausu. Enn fremur má taka af honum fingraför og myndir í þágu rannsóknar.
2. Leita má á öðrum en sakborningi ef ástæða er til að ætla að hann hafi á sér gögn eða muni sem hald skal leggja á.
93. gr. 1. Leit og líkamsrannsókn skv. 92. gr. skal ákveðin í úrskurði dómara, nema sá sem í hlut á samþykki hana.
2. Rannsóknara er þó rétt að leita án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.
94. gr. 1. Lögreglumenn stjórna leit samkvæmt ákvæðum þessa kafla.
2. Húsráðanda eða umráðamanni staðar, þar sem leit fer fram, skal kynnt heimild til húsleitar og veittur kostur á að vera viðstaddur húsleit, ef unnt er, en ef hann er fjarri skulu heimilismenn til kvaddir. Þeim má víkja brott af leitarstað trufli þeir eða hindri leitina.
3. Við leit skal gæta þeirrar varfærni og hlífðar sem samræmist markmiði hennar. Ekki skal gera húsleit að næturþeli nema mjög brýn nauðsyn sé á og sakarefni stórfellt. Leit innan klæða skal gerð af manni sem er sama kyns og sá sem leitað er á.
4. Leit innvortis, taka blóðsýnis og aðrar samsvarandi aðgerðir skulu framkvæmdar af lækni eða hjúkrunarfræðingi.
95. gr. Sá sem stýrir leit skal skrá skýrslu um hana og komi þar fram hvernig leit fór fram og samkvæmt hvaða heimild, hverjir voru viðstaddir og hvern árangur leitin bar.
96. gr. Haldast skulu sérákvæði í lögum um húsleit og líkamsleit, svo og um líkamsrannsóknir.