Lenti í því í gærnótt þegar ég var að keyra út í búð að löggan elti mig og stöðvaði mig svo (gerði það líka í fyrrinótt). Hélt að nú ætti bara að ath. ástand ökumanns og jú jú, löggan gerði það, lýsti þessi ósköp í augun á mér og svo vildi hún endilega leita í vösunum mínum og svo þurfti hún líka að leita í bílnum.
Skemmst frá því að segja að hún fann ekki neitt. En það sem sat í mér er það að þegar hún var búin að leita þá var eins og löggan væri eikkað ósátt við að geta ekki klínt neinu á mig. Fór allt í einu að lýsa í augun á mér og tala um að augasteinarnir væru alveg agnarlitlir, ég veit ekkert um það hvort augasteinarnir voru agnarlitlir eða ekki en eitt vissi ég, og það var það að ég var ekki búinn að drekka eða neyta fíkniefna þannig að þessi lögga var greinilega eitthvað að ímynda sér hlutina.
Ég er að hugsa um að skella mér á rúntinn í nótt og ath. hvort ég verði ekki stöðvaður 3ju nóttina í röð, þá getur maður farið að tala um áreiti.