Í raun er það viss mismunun að “jafnréttis”hugtakið hafi orðið femin í því. Fella niður allt feminista-tal og byrja að tala um jafnréttissinnaða almennt.
Feministafélag með litlum karlahópi sem beygja sig undir makann (flestir hafa alveg örugglega kærustu eða konu í félaginu) á maður erfitt með að túlka sem jafnréttisfélag.
Það er líka mismunað karlmönnum fyrir kynferði og ýmsum öðrum flokkunum. Við eigum að berjast fyrir jafnrétti og við eigum EKKI að gera það með lögum og (kynja)kvótum heldur með fræðslu og breyttum viðhorfum. Ásamt því að viðurkenna að slíkt gerist ekki á einum degi.
Að konur séu í meirihluta í framhaldsskólanámi á ekki sjálfskrafa að breyta vinnumarkaðnum. Það tekur mörg ár fyrir þetta hlutfall að skila sér á vinnumarkaðinn og alla leið í forstjórastöður.