Fransmaðurinn og golfarinn Jean Van De Velde hyggst skrá sig í
mótaröð í kerlingagolfi.
Þetta gerir blessaður maðurinn til að mótmæla þeim fáránleika að konum er leyft að spila í mótaröðum karla.
Sá þetta í Mogganum í dag 01.11.2005. Hér er svo hlekkur á yahoo fréttasíðu http://news.yahoo.com/s/ap/20051027/ap_on_sp_go_ne/glf_van_de_velde_vs_women

Hvað sem jafnréttissjónamiðum líður þá er það ekkert nema yfirgangur og frekja hjá þessum konum að vilja spila í karlahóp.
Vilja þessar kerlingar ekki bara skrá sig hjá Manchester United og spila með köppunum þar?
Já eða boxa við Tyson? (Hann er reyndar orðinn frekar slappur kallinn svo einhver kona gæti auðvitað slysast til að dangla fast í hann).

Með fullri viðringu fyrir því sem heitir jafnrétti.
Nú er nóg komið!

Vitaskuld styð ég jafnrétti, enda nútímamaður, rétt eins og öll mannréttindi. En í þessu ágæta orði “jafnrétti” fæ ég ekki skilið, eins og margir vilja halda, að það sé fínt og fallegt orð yfir kúgun, yfirgang og frekju.

Vissulega er það til háborinar skammar að konur fái lægri laun fyrir sömu störf og karlar. En hvurslags valdníðsla er það að troða sér inn í flokk með körlum? Þær vilja kannski líka keppa í karlaflokki í kraftlyftingum?

Jæja, Fransmaðurinn góði rak víst augun í klásúlu að til að geta skrá sig og tekið þátt í kvenna-golfi verður viðkomandi golfari að vera kona. Leiki vafi á því skal viðkomandi fara til læknis og fá úr því skorið af hvoru kyninu viðkomandi er.
Er ekki fljótlegra að hneppa frá brókunum, ha?