Ætlaði að skrifa um þetta fyrr, en þannig er mál veð vexti að ég var að lesa dagblaðið um daginn og sá þar að Ísland leggur minnst af mörkum í neyðarhjálp fyrir fátæka í þriðja heiminum af öllum norðurlöndunum, sem og fleiri þjóðum ef ég man rétt (svona vika síðan ég las þetta). Ef ég man rétt eru útjöld ríkisins til þróunarhjálpar aðeins 0,17% af heildarútgjöldum.
Mér finnst þetta ansi léleg frammistaða af hálfu ríkissins og finnst að ein ríkasta þjóð í heimi eigi að geta séð af aðeins meiri fjármunum en þetta.
Af hverju ekki að minnka öll þessi útgjöld í opinbera stjórnsýslu eins og t.d. þessi sendiráð, þau eru nú dýrari í rekstri en góðu hófi gegnir.
Sem skattgreiðandi finnst mér algert lágmark að ríkið hækki þetta framlag upp í minnst 0,5% af heildarútgjöldunum. Ég heyrði því einhversstaðar fleygt að ef öll ríki hækkuðu framlögin upp í 2% af útgjöldunum sínum til þriðja heimsins myndi vera mögulegt að útrýma fátækt og þannig myndu á endanum flest fátæk lönd geta byrjað að sjá um sig sjálf enda yrðu allir betur menntaðir og þess háttar.
Þannig að þó það kosti kannski mikinn pening í byrjun væri það í flestum tilvikum bara mjög góð fjárfesting fyrir framtíðina þar sem að ef fátæktinni yrði útrýmt þyrftu allar ríku þjóðirnar ekki að punga nærri eins miklu fé fyrir fátæka og núna.
Þetta var bara smá pæling og ég hvet alla til að pæla aðeins í þessu.