Ég er búin að eiga slatta af vinum gegnum árin og ég er búin að komast að einu merkilegu. Ég er stelpa og hef þess vegna oft átt vinkonur en á seinni árum hefur það verið erfitt því stelpur þurfa alltaf að gera svo mikið úr öllu. Stelpur virðast alltaf vera í fýlu út í hvora aðra og ég er búin að missa samband við flestar vinkonur mínar (nema þær albestu).
Svo er ég nýfarin í framhaldsskóla og á heimavist svo ég hef kynnst fullt af nýjum krökkum og eiginlega einu sem ég er búin að kynnast vel eru strákar. Ég bjó hérna þegar ég var lítil og þekki þess vegna einhverjar stelpur en einu stelpurnar sem ég þekki vel eru gamlar vinkonur mínar.
Er það bara ég eða eru strákar betri vinir en stelpur?