Org. er fyrsta stigs lén eða TLD, venjulega segir endingin til um innihald síðunar, t.d. er Org. fyrir organization eða félag, fyrirtæki eða stofnun.
en.wikipedia.org. => Wikipedia stofnunin á ensku. Ekki alveg rétt, en maður getur áttað sig á ýmsu þarna.
Ef það er is. á léninu, þá er vefurinn oftast íslenskur. Hinsvegar, þótt svo að efnið sé íslenskt þarf ekki að vera að það sé geymt á Íslandi. Þú getur geymt skrá í Noregi en látið slóðina example.is/file.tar vera tilvísun til hennar.
The Pirate Bay er með bæði léning org. og com., þú getur prufað bæði og séð að það virkar, þú getur líka sleppt The.
piratebay.org
thepiratebay.com
thepiratebay.org
Þetta vísar allt á sama stað. Org. segir sem sagt ekkert um uppruna efnisins þarna.
Þessi tracker er í Svíþjóð en skrárnar eru geymdar út um allan heim vegna þess hvernig torrent kerfið virkar. Það er ólíklegt að þú finnir eitthvað sem er geymt á Íslandi eingöngu.