Já just answer the question :P Ég á ekki Bíl ennþá því ég er bara fátækur Námsmaður, en ég keyri samt 2 bíla eiginlega daglega. Það eru L-200 Pikköpp og Hjúndæ Coupe 97.
hehe, já, hann lennti líka í smá slysi, það er smá dæld á hægri framhurðinni…en bíllinn hjá frænda mínum er ennþá meira accident, mjög skemmd önnur framhurðin á honum :P
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
Vinur minn keypti sér bíl 4 mánuðum fyrir 17. ára afmæli sitt með sínum eigin peningum, og þá er ég ekki að tala um neinn 5 þúsund króna bíl. Mundi nú ekki kalla það neitt deku
Hvort er það gáfur eða heimska ? Afhverju ekki frekar að safna pening þangað til maður klárar skóla , þá komast í almennilega vinnu , almennileg laun sem gera manni kleift að kaupa almennilegan bíl. Flottan Benz til dæmis.
Svo að maður geti keyrt þangað sem maður vill þegar maður er í menntaskóla kannski, ekki þurfa að vera þræll strætókerfisins sem er jafn glatað og fyrri daginn. Eða þurfa að vera að sníkja far um allt.
Ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið og ekki á Selfoss. En svo þarftu alltaf að skipuleggja tímann þinn í sambandi við strætó, og núna þarf ég alltaf að labba langa leið á hverjum degi útaf strætó, öruglega hátt í 5km á hverjum virkum degi. Í staðinn gæti ég farið í bílinn fyrir utan húsið mitt og lagt svo fyrir utan skólann minn og gengið 50m. Svo er ekki hægt að fara í drive through og enginn fer með strætó út í búð sem er 3km frá húsinu þínu svo að þú þarft að labba þessa vegalengd. Svo er bara svo gaman að keyra bíl og skemmtilegur lífstíll. Fokk peningar, ég vil bíl!
Keyri 2003 Benz C220 (Classic/Elegance?) og 2004 Renault Mégane sem sem mínir ástkæru foreldrar leyfa mér að nota þegar þegar þau þurfa þá ekki (; Fékk prófið í gær.
Ég krúsa um á Gulum löngum bíl.. og síðan afþví ég er svo góð þá bíð ég fólki upp í fyrir hæfilegt gjald en það fer allt í uppihald á bílnum og síðan laun fyrir bílstjórana…
Ég fékk bíl daginn sem ég fékk bílpróf (peugot ´95 árgerð) Þetta var ekki dekur ég borgaði allt sem viðkom þeim bíl og hef alltaf gert með alla(3) mína bíla.
Að vera eða ekki vera?…. Er það virkilega spurningin?
Hmm… Ég fæ bílpróf eftir 1 mánuð en samt er pabbi búnað gefa mér Opel Astra Station… 98' Módel.. Ágætur bíll ;I kraftlaus samt og rennur eins og fleki í hálku.
Rangt, ég er ekki búinn að eiga einn frídag síðan..í byrjun Ágúst. Ég á ekki krónu þar sem að ég þarf að vinna til að eiga fyrir mat og afborgunum af bílnum mínum sem ég var að klára að laga.
Fékk prófið fyrir tæpum mánuði og á ‘Toyota Corolla 1998 1300cc’ sem ég keypti sjálfur, svo getur maður líka gripið í einn ‘Subaru Legacy Outback’ og jafnvel krúserinn líka ;D
þið keyrið bara á plebbabílum (nema þú á Benz-num) Oldsmobile Cutlass Supreme '72 (á hann) Ford Bronco II ´86 (á hann) Mercedes Benz 190E ´88 (á hann ekki) Pimpin´ bíla
A banker is a fellow who lends you his umbrella when the sun is shining
Ég er nú bara þrettán þannig að ég á engan bíl. Stefni á að kaupa mér mótorhjól, langar ekki í bíl. Annars á pabbi tvo bíla, einn Patrol veiðijeppa og Pontiac Firebird til að nota hversdags. Svo á mamma rav4 jeppling.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..