Nýja skoðunarkönnunin er mjög athyglisverð en þar er spurt hvort hugi.is sé litlaus.
Sumir eru vanafastir og vilja halda í sama litinn aðrir ekki.
Ég svaraði “já” vegna þess að það er enginn litur hérna á forsíðunni né á mörgum öðrum áhugamálum nema skærgrár og hvítur litir hérna.
En á sumum stöðum er allt annar litur.
Í þessari viku var bleikur litur settur á kvennafrídaginn næstum allstaðar (held ég) og fékk ég kjánahroll við að horfa á það nánast klígjukast. Mér leið eins og ég væri kominn í einhverskonar kvennasíðu.
En hugmyndin á bakvið þetta er góð enda er mikil þörf fyrir því að fara breyta litnum hér eða gefa hugurunum sjálfum kost á að velja lit í bakgrunninn hjá sér eða fá það til að velja um að setja kannski smá þema og svoleiðis.
Þetta er bara mín skoðun og þarf ekki að verða eitthvað stórmál hér né að endurspegla mat ykkar kæru hugarar.