Það er svo ógeðslega kúl eitthvað að vera anti feministi! Þetta eru búnir að vera ógeðslega heimskulegir korkar um að þessi frídagur sé bara kjaftæði! Fólk að segja að konur vilja ekki jafnrétti heldur bara ráða, það er kjaftæði, þessi dagur í dag er til þess að mótmæla því að konur fá ekki jafn mikil laun og karlar, ekki til þess að fá hærri laun en karlar… og einhver sem var að segja að það sé asnalegt að fara í gönguna ef að maður er stelpa sem er ekki í vinnu, það er bara heimskulegt því að auðvitað munu stelpurnar sem eru með ykkur í bekk fá vinnur í framtíðinni og vilja jafn há laun. Þetta eru mest strákar sem eru að röfla útaf þessu og ég vil bara segja við ykkur, hugsiði um það í framtíðini þegar þið eignist kannski dóttur sem lendir í þessu óréttlæti að fá ekki eins há laun og karl sem er að vinna sama starf, nei ég ætla ekki að byðja ykkur að hugsa það langt því að það er augljóslega ekki mjög gáfað fólk að skrifa þessa korka, þótt að ég sé ekki að segja að ég sé gáfnaljós sjálf. Ekki láta eins og þessi dagur sé bara um kerlingavæl, þessi dagur er um jafnrétti, þessi dagur er um það að við sem köllum okkur þróuðu löndin eru ennþá með einhver misrétti, ekki þykir mér það þróað.
Ég er ekki feministi ég er jafnréttarsinni því að mér þykir stundum feministar ekki hafa rétt fyrir sér, en þetta er ekki um feminisman, þetta er um jafnrétti og konur sem karlar ættu að taka þátt í þessum degi.