Góðan daginn
Mig langar að vita skoðun ykkar á einu. Í skólanum mínum fóru allar konurnar heim klukkan 14:08 því þær nenntu ekki að klára vinnudaginn sinn, hinsvegar unnu karlkennararnir enn hörðum höndum og kláruðu sinn vinnudag. Þeir sem voru í tíma hjá kvenkennurum eftir hádegi fengu frí. Og allar stelpurnar sem voru í tímum hjá karlkennurum fengu frí en ekki strákarnir, er það ekki komið útí öfgar þegar stelpunemendum er gefið frí en ekki strákum, sérstaklega þar sem stelpurnar eru ekki að vinna fyrir neinum launum og klára því ekki vinnudaginn kl 14:08 ?