Ég elska svona comment á vörur, enginn rök bara staðhæfing. Oft frá fólki sem hefur ekki einu sinni prófað vöruna sjálfa, heldur heyrði frá félaga sínum sem sagði að hún væri léleg og hann heyrði það frá félaga sínum og svo áfram heldur það.
Til að breyta skránum er hægt að gera með QuickTime þar er sérstakt preset til þess að exporta í iPoda og öll þessu helstu codec er hægt að fá fyrir QuickTime.
Jafnvel þótt að iPodinn styðji H.264 sem er nottulega magnað codec að þá mæli ég með því að þú sért ekki að converta t.d. DivX skrá í H.264 það á eftir að taka endalausan tíma, convertaðu frekar bara í venjulega MOV skrá eða venjulegan MPEG-4 skrá. Okey aðeins stærri skrá en það tekur þig líka ekki einhverja 10 klukkutíma að converta 2 tíma skrá ( jafnvel meira ).
Það er frekar ef þú ert að ripa DVD mynd eða hreinlega ert að niðurhala og sérð H.264 skrá að það sé þess virði. Annars held ég að þessar algengustu síður fari að komi með video sérhönnuð fyrir iPodanna.
iPodinn er nottulega snilld, og hef verið að skoða þetta og það eru meiri segja mjög góð gæði þegar þú tengir hann við sjónvarp ( TV-outið er líka hljóðportið snilld ).
Svo er bara að vona fyrst að iPodinn sé byrjaður að gera svona mikið að hann verður loksins flokkar sem lófatölva og þetta skíta vörugjald falli af honum.