Hef alltaf ætlað mér að sjá hana, en aldrei orðið neitt úr því. Síðan var þetta svo góð ástæða að ég horfði á hana í gær.
Frábær mynd, vel leikin og fékk mig til að hágráta…
Mér fannst bara svo ótrúlega sorglegt þegar ég var loksins búin að sætta mig við það að John yrði tekinn af lífi, að hann var leiddur inn í aftökuherbergið, og fullt af fólki sat þarna og vildi horfa á hann deyja því það vissi ekki sannleikann. Mér fannst það sorglegast. Það að hann þurfti að horfast í augu við foreldra stelpnanna vitandi að þau hötuðu hann af öllu sínu hjarta. Hann sem vildi öllum vel og reyndi að bjarga stelpunum.
Ótrúlega erfitt atriði.
Einnig hrikalegt á að horfa, aftakan þegar Percy bleitti viljandi ekki svampinn…mér varð næstum því óglatt.
Samt frábær mynd í alla staði
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'