Eina leiðin til að hjálpa öðrum er að hjálpa sér fyrst. Þetta sagði víst Búdda í aðeins flóknari dæmisögu. Málið er að það mest gagn í þér ef þú býrð yfir þekkingu (sérfræði þekkingu helst) sem kemur rauðakrossinum að gagni. Það er ekki hver sem er að ganga í verk þarna. Það eru læknar, hjúkrunarfræðingar, verkfræðingar, fyrrverandi hermenn fólk sem er vant skipulaggningu og fleira. Eina leiðin sem fávís maður getur farið til að hjálpa, er einfaldleg að gefa pening eða taka þátt í söfnunarátökum Rauða Krossins (þá er oft hóað í krakka).
Það er engin krafa að vera með sérstaka menntun, en það er lágmark að sækja námskeið Rauða Krossins um skyndihjálp og ljúka stúdentsprófi, því þekkingin er lykil atriði þess að þú getir hjálpað. Að sjálfsögðu þarftu eiginlega að vera orðin 18 ára.