Hver hefur ekki þurft að sitja og hlusta á forvarnafulltrúa segja manni hvað dóp sé slæmt og maður eigi ekki að nota það og ekki heldur að reykja og drekka?
Örugglega flest öll börn sem hafa mætt í skóla hafa “þurft” þess… Auðvitað er þetta góður hlutur og það á að halda þessu áfram, nema sumir gefa oft of lítinn rökstuðning fyrir máli sínu, segja bara “þið eigið ekki að drekka, það er slæmt fyrir nýrun og þið hugsið ekkert, getið þessvegna drepið fullt af fólki án þess að vita það!”
Eeeeeen! Í hvert einasta skipti sem einhver kemur og talar um þetta, þá spyr hann “Afhverju byrjar fólk að drekka”
Og þá koma þeir sem drekka EKKI, “Það er útaf hópþrýstingi!” (útaf þeir lærðu það í 5 bekk útaf fólk byrjar að drekka útaf hópþrýstingi)
Ég þekki ekki neinn sem drekkur sem hefur byrjað útaf hópþrýstingi, alltaf þegar ég sé einhvern reyna að bjóða einhverjum öðrum áfengi sem drekkur ekki, þá segir hann undarteknigarlaust NEI.
Þetta gerðist líka alltaf áður en ég byrjaði að drekka.
Td. einusinni þá drakk vinur minn ekki og allir voru að bjóða honum áfengi, en svo þegar allir hættu því þá byrjaði hann að drekka…
Ég veit ekki um neinn sem drekkur vegna hópþrýstings, en samt er alltaf verið að segja manni að það sé ástæðan fyrir að fólk drekki, það er meira að segja verið að segja manni þetta þegar maður er kominn í framhaldsskóla!
Þetta er ekkert hópþrýsting að kenna! Þetta er bara afsökun foreldra fyrir að barnið þeirra drekki.
“Æjh já barnið mitt byrjaði að drekka útaf hópþrýsting…”