nei, fötlun er ekki harmleikur. viðhorf fólks til fötlunar gera hins vegar ráð fyrir að hún sé það. ég held að þú getir ekki komið með svona fullyrðingu án þess að vera inni í þessum málum. Átt þú t.d. fatlað barn eða systkini eða hefur þú unnið með fólki með þroskahömlun. Ég get sagt þér að þetta er enginn harmleikur…Það má ekki líta á fatlað fólk sem fórnarlömb því þá mun það aldrei njóta almennar virðingar. sama má segja um þegar litið er á fólk með þroskahömlun sem smábörn. þó einhver niðurstaða á greindarprófi gefi það til kynna erum við að tala um fólk með heilmikla reynslu sem ekki verður metin með stöðluðum greindarprófum.
neikvæð viðhorf eru það eina sem eru því til fyrirstöðu að fólk með þroskahömlun geti lifað eðlilegu lífi….
og hvað er annars fötlun. ef ég myndi ganga inn á ráðstefnu um kjarneðlisfræði væri ég eflaust “fatlaður”….ekki satt?
ég geri mér grein fyrir að þetta er dálítil einföldun en vonandi skiljið þið hvað ég er að fara: fötlun er háð aðstæðum og að einhverju leyti erum við öll með einhvers konar frávik.
að lokum; ég veit að fólk meinar vel en ekki segja að allir með downs heilkenni séu alltaf í góðu skapi. við erum að tala um ólíka einstaklinga sem hverjir um sig eru samspil óteljandi tilfinninga, alveg eins og við hin. fólk með þroskahömlun er ekkert frábrugðið öðru fólki, stundum er það í góðu skapi, stundum í vondu…fólk með downs er oft að fylla upp í ákveðna staðalmynd með því að virka alltaf í góðu skapi af því að almenningi finnst gjarnan að þannig eigi fólk með downs að vera.