Þessi lýsing þín er ýkja á dagreykingarfólki.
Ég skil ekki þessa tilhneigingu að telja upp möguleika á skaðsemi þegar kemur að fíkniefnum. Næstum talað eins og tóbak og áfengi séu eitthvað væg efni (eru það ekki).
Að leyfa tóbak og áfengi á meðan það er gert þá að glæpamönnum sem kjósa önnur fíkniefni er einfaldlega ein mesta hræsni sem mannkynið hefur tekið upp á. Ótrúlegt hvað það hefur líka verið lengi í gangi. Fær mann til þess að átta sig á því hversu rosalega erfitt er að brjóta niður eitthvað sem hefur verið áróður um í langan tíma, sérstaklega ef áróðurinn var með blessun stjórnvalda.
Jafnvel þegar maður kemur með mjög góða punkta þá endar það oft þannig að fólk segi bara “æi ég veit ekki” eins og það sé byrjað að opna sýnina en þori ekki að taka stökkið. Virðist vera að þegar við erum búin að stimpla vissa hluti í grunninn á siðferðiskennd okkar að þá er næstum ómögulegt að breyta því algjörlega þó það sé nóg af rökum fyrir því.
Ég fæ alveg örugglega skot á mig fyrir þetta en læt samt vaða. Ég held að barátta þeirra sem kjósa önnur fíkniefni en ríkis-efnin sé mjög svipuð og t.d. barátta samkynhneigðra eða jafnrétti kynjanna. Að því leiti að þetta er eitthvað sem er rétt, en það einfaldlega tekur almenning mörg ár að samþykkja það af því að það er búið að stimpla annað inn í heilann á okkur. Við erum öll að heilaþvegin að einhverju leiti, misjafnt bara hversu mikið.
Ég hef fulla trú á því að fíkniefni verði á endanum lögleidd á Íslandi. Giska á að smátt og smátt verði lögleitt fleiri fíkniefni, mjög líklega byrjað á kannabis. Og að öll fíkniefni verði orðin lögleg eftir u.þ.b. 20-50 ár. Einnig trúi ég því að það verði búið að slaka gífurlega á löggjöf um áfengi og tóbak. Að mörgu leiti hefur það verið að fara í öfuga átt, sérstaklega þegar kemur að tóbaki. En ég trúi því að almenningur fái ógeð á ofvernduninni á endanum og það verði bylting. Það sem fær fólk til þess að opna augun er mjög oft einmitt öfgar í hina áttina. Þegar myndavélar verða komnar á hvert einasta götuhorn og McDonalds verður bannað, þá mun það vonandi opna augun okkar á því hversu mikilvægt frelsið er.
Stjórnvöld virðast eigna sér heiðurinn á því að reykingarfólki hafi farið fækkandi. Vegna öfgaskatts og fækkandi stöðum þar sem hægt er að reykja. En ég held að aðal ástæðan sé alveg örugglega forvarnarstarf, að almenningur hafi áttað sig á því á endanum hversu hættulegar þær voru í raun og veru.