Leit it… (Leit.is)
Í myndlistarnámi lærir einstaklingur um ólíkar tegundir myndlistar, að blanda liti, að skynja og búa til ólík form, þjálfa fínhreyfingar sínar o.fl. Einstaklingur getur tekið ýmis námskeið hjá mörgum af myndlistarskólum landsins s.s. í Myndlistaskólanum í Kópavogi www.mmedia.is/myndlist. Hægt er að fara á listabraut í mörgum framhaldsskólum s.s. í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti www.fb.is.
Myndlistarnám er einnig í boði í Listaháskóla Íslands www.lhi.is. Nám í myndlistardeild Listaháskóla Íslands er þriggja ára nám til B.A. gráð. Námið er 90 einingar samtals og skiptist milli listsköpunar til 66 eininga og fræðieininga til 24 eininga. Námið miðar að því að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð, auki þekkingu sína og skilning. Myndlistarnám býður upp á ýmiskonar starfsmöguleika s.s. að verða sjálfstætt starfandi listamaður og/eða myndilistakennari. Erfitt er að svara nákvæmlega hversu langan tíma tekur að læra myndlist því það fer sjálfsagt eftir hverjum og einum. Nánari upplýsingar um myndlist og myndlistarnám má einnig finna á vefsetri Sambands Íslenskra myndlistarmanna www.sim.is.