Úff, NEI ALLS EKKI! Ég er ekkert smá feginn að þeir gáfu hlutverkinu ekki séns í upphafi.
Ástæða 1: Þeir eru einfaldlega of góðir leikarar til að festast í steríótýpu eins og James Bond mynd eftir mynd.
Ástæða 2: Það sjá það allir að þeir eru of flottir til að geta verið Bond! Sérðu fyrir þér Ewan McGregor með hríðskotara að drepa þúsund menn á einni mínútu?
Ástæða 3: Þeir eru orðnir of frægir fyrir Bond að það hefði eflaust komið niðri á ferlinum þeirra að leika hasarhetjur (hvað þá svona staðlaðar), McGregor og Law eru frábærir dramaleikarar og þar eiga þeir heima.
Ég hefði mest vilja sjá Eric Bana í hlutverki Bonds, þó hann sé bandarískur. Hann hefði smellpassað: hann hefur lúkkið - bæði sætur og töffari - hæfileikana til að leika (hann valtaði yfir alla í Troy), líkamsbygginguna og hann hefur reynslu af svona myndum eftir Hulk og hugsanlega Troy.
Sjáiði þetta - hann er fullkominn Bond!
http://www.theincrowdvlog.com/incrowdvlog/list/film/images/Eric%20Bana.jpg