Ég var að horfa á heimildarmynd um seinni heimstyrjöldin á stöð 2 í gær.
Síðan voru sýndar fullt af myndum frá árásinni á Iwo Jima. Þetta var atriðið sem var tekið upp á Íslandi nú á dögunum fyrir myndina Flags of our Fathers. Þegar ég var að horfa á þetta, þá leit þetta nákvæmlega út eins og á tökunum á myndinni. váááá… maður var bara hálfpartinn að leita og sjá hvort maður þekkti einhvern frá tökustað. Þetta var svo nákvæmlega eins.

Maður hefur verið að lesa slúður… fólk hefur verið svo hneykslað afhverju það sé verið að taka þetta upp á Íslandi.
En eftir að hafa séð myndir frá þessu þá sér maður hvað þetta er nákvæmlega eins.
hehehehe…
Ég hlakka svo til að sjá þessa mynd og sjá hvernig þetta kemur út.