Skv. íslenskum lögum á að vera innihaldslýsing á öllum matvörum að ég held, ég veit ekki hvort það nær til sígarettna.
Allavega, það er fullt af efnum sem hægt væri að setja í vörur sem bera furðuleg efnafræðiheiti sem engin kann skil á. Málið er að ef efni X er sett í vöru til bragðbætingar og upplýsingar um skaðleika eru aðgengilegar einhverstaðar annarstaðar, þá ætlar þú að treysta á það að fjölmiðlar sjái fréttaefni í þessu og vari fólk við. Eða ætlarðu að láta ríkisreknastofnun sjá um upplýsingadreyfingu á þekktum hættulegum efnum? Þetta er bara eitthvað sem mér datt í hug.
Það verður sem sagt, á einhvern hátt, algjörlega á ábyrgð neytandans að lesa innihaldslýsingu á hverri einustu vöru og bera saman við upplýsingar frá fréttamiðlum eða viðurkenndri upplýsinastofnun á vegum ríksins eða einhvers fyrirtækis. Enn fremur þarf hann að kunna skil á því hvaða efni í t.d. lyfjum eða hverju sem er í raun (efnasambönd geta myndast annarstaðar augljóslega) geta farið illa saman og skaðað heilsu hans.
Bæði magn, eituráhrif, og upplýsingar um langtímaáhrif auk þess að hann þarf að gera áhættumat miðað við eigin heilsu og heilkenni. Auk flyst slík ábyrgð yfir á foreldra frá börnum, sem hugsanlega gætu enn og aftur þurf annað mat vegna sérstæðra heilkenna eða heilsufars. Auk þess eru augljóslega aðilar aðrir en börn sem eru augljóslega óhæf, geðveikir, þroskaheftir og svo mætti lengi telja.
Það sem þú í raun vilt gera að flytja ábyrgð, sem var flutt á herðar ríkisins, aftur yfir á ábyrgð fólks bara til þess að einhver ákveðinn markhópur geti neitt einhvers X sem þeir geta vel lifað án, vegna þess að það mætti túlka það sem skerðingu á frelsi og vilja?
Ertu viss um að þú hafir hugsað þetta í þaula?