Ég var að skoða vef Moggans, mbl.is og ég verð að segja, að ég rakst á þetta: http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1163276 og mér hreinlega blöskraði það að það skuli sýnd lík manna, en myndin var hengd við upphafsfrétt!

Þetta er alveg fáránlegt. Margt fólk er með mbl.is sem upphafssíðu og eiga ef til vill börn á þeim aldri sem tekur svona lagað inn á sig.

Sjónvarpsstöðvar þurfa að vara við birtingu viðkvæmra mynda, en á netmiðill, einn sá stærsti á landinu, að komast upp með þetta ? Fáránlegt..