Ég veit ekki hvort það er búið að vara við þessu forriti hér áður en þetta forrit sem á víst að láta fólk vita hver hefur verið að eyða þér út sem MSN spjallfélagi er ekkert annað en vírus sem var byggður af hökkurum. Það sem þetta forrit gerir það spyr ykkur fyrst um notendanafnið sem þið eruð með á MSN og síðan lykilorðið ykkar. Um leið og þið hafið skráð það allt saman þá fá hakkararnir nægar upplýsingar til að róta í tölvunum ykkar. En þetta er semsagt spyware forrit af verstu sort. Þess vegna kom ég til að vara ykkur við þessu forriti MSN Checker

En ég hafði sem betur fer aldrei notað það enda þótti mér þetta afar grunsamlegt sérstaklega þegar ég sá að forritið er ekki viðurkennt af sjálfum Microsoft en bróðir minn sem er víst þekktur núna sem Idol töffarinn og er þegar orðinn andlit Idolsins sérstaklega þegar hann sést alltaf í októberkynninguni er ekkert sérlega klár á tölvur einsog ég en hann notar ansi mikið msn enda á hann fleiri spjallfélaga og vinkonur en ég. Og einmitt lét plata sig í að nota þetta forrit og hann fékk þvílíkan þvælu í msn-ið sitt og varð því að skipta um lykilorð.

En þetta er samt vírus sem saklaus einstaklingur sem veit ekki mikið um tölvur ætti að forðast. Ég sá þetta forrit auglýst hjá www.b2.is undir flokknum spes og ættu því enginn að smella á þann línk.

Þetta er því aðvörun til allra msn notenda.

MSN -Checker er vírus!!!!!!