Lífsleikni er búin það herrans ár 2005. Í dag var þó nokkuð óvenjulegur, en nokk skemmtilegur, tími.
Fyrst þegar við komum tók ég strax eftir því að ekki var allt með felldu, það var augljóst hverjum manni. Sætin vöru röðuð öðruvísi en venjulega. Never mind að það slæddist miðaldra manneskja inn í stofuna með kennaranum, hún hefur örugglega villst og er á leiðinni í uppeldisfræði.
Kemur svo í ljós að þessi manneskja er einmitt ekki á leiðinni í uppeldisfræði, þetta er kona úr Árbæjarkirkju sem hét örugglega einhverju frábæru og yndislegu nafni sem ég man ekki, og var hún komin svona rétt til að halda smá fyrirlestur yfir okkur um hve sumir eiga bágt og svona.
En nei, kemur þá ekki í ljós að nokkrir af gaurunum í bekknum hafa farið í ljós. Það kemur málinu reyndar alls ekkert við og er óþarfa útúrdúr.
En þessi kona sem sagt ákvað að fara með okkur í lítinn og skrítinn, skemmtilegan leik. Hann gekk þannig fyrir sig að bekknum var skipt í hópa og við látin vera e-r ákveðin lönd. Síðan var okkur gefið hráefni sem tilheyrði hverju landi og áttum að reyna að verða eins rík og hægt er. Minn hópur, Bangladesh, hljóp útum alla stofu, fyrst ruplandi en á endanum vorum við strictly business og héldum að við værum að fúnkera vel.
En nei, ákveður þá ekki alþjóðabankinn (aka konan úr Árbæjarkirkju) að refsa okkur fyrir stuldinn, og síðan seinna þegar við erum algerlega heiðarleg þá svindlar bankinn á okkur og borgar okkur langt undir réttu verði, á meðan Frakklandi og Bandaríkjunum var greitt vel fyrir sitt, þrátt fyrir smá undirferli og stuld. Borgar sig að hafa réttu samböndin, með rétta lögfræðinga sem vita að það má ekki underpay-a manni?