Þannig er það að í þessari viku fórum ég og fjölskyldan mín suður.
Og við lögðum af stað og allt í lagi með það. Svo skömmu eftir að við vorum hálfnuð, þá er einhver bíll fyrir framan okkur sem keyrði á 60 km hraða. Og mamma (sem keyrir á svona 130 km hraða) gerði sér lítið fyrir og ætlaði að taka fram úr honum, en þá færði hann sig inn á hinn vegarhelminginn og færði sig ekki fyrr en mamma fór aftur inn á réttann vegarhelming, án þess að taka fram úr honum.
Svo liðu svona 10-15 mínútur og þá var komin heil bílaruna á eftir þessu fífli. Og svona 10 aðrir bílar reyndu líka að taka fram úr honum og hann gerði þetta við þá alla.
Svo leið svona hálftími og þá gerði enn einn annar bíllinn tilraun til að taka fram úr honum, og hann færir sig í veg fyrir hann (og orsakaði næstum stórslysi, því það var vörubíll í svona 50 metra fjarlægð). Þá steig mamma bensíngjöfina í botn og brunaði fram úr fíflinu á meðan hann reyndi að koma í veg fyrir hinn bílinn.
Og þegar við loksins komumst á leiðarenda þá hafði mamma ekki tíma til þess að láta okkur út heima hjá frænku minni, vegna þess að hún átti þá að mæta á lögreglustöðina í Hfj, til að gefa skýrslu vegna þess að hún varð vitni að því að einhver karl barði einhverja tælenska kerlingu á einhverjum bar í Hafnarfirði.
Og þökk sé þessum fávita þá þurftum ég og systkini mín að bíða í bílnum fyrir utan löggustöðina í svona 45 mínútur á meðan mamma talaði við lögguna.