Ef þú tókst myndina í of litlu ljósi er það einfalt: Ekki hægt.
Það er nær ómögulegt að fá eitthvað út úr filmu sem hefur þegar verið tekin í of litlu ljósi. Þú getur reynt að sjá hvort þú fáir eitthvað, þú getur notað nær hvaða klippiforrit sem er, allt frá iMovie upp í Avid (þekki ekki Windows Movie Maker nógu vel), til að stilla birtustigið, en líklegast er að ef þú færð eitthvað, þá sé það mjög stórkornótt mynd í hálfsvarthvítu sem erfitt er að sjá nokkuð úr.
Annars þekki ég ekkert freeware-forrit sem gerir þetta, má athuga hvort WMM ráði við það.