Það er best að taka það fram að 98% allra megrunarkúra mistakast. Það eru u.þ.b. helmingslíkur á að þér takist að grennast en nánast öruggt að þú farir aftur í sama farveg og mjög góðar líkur á því að þú fitnir MEIRA eftir það.
Besta leiðinn til að grennast er að fara ekki á einhverjar megrunarkúra heldur einfaldlega fylgjast með matarræðinu. Prufaðu að minnka gosdrykkju um helming og nammi át.
Síðan er það mikilvægasta! Stundaðu einhverjar íþrótt í að minnsta kosti 20mín á dag. Ástæðan fyrir því að 20mín er lágmarkið er sú að það er u.þ.b. tíminn sem það tekur þig að klára skyndiorkuforða þinn, þá ferðu að ganga á fitubirgðir líkamans. Ég mæli helst með því að þú gangir afar rösklega í 30 mín (taktu bara geislaspilara eða mp3-spilara með, þetta tekur enga stund með góða tónlist). Það sakar ekki að búa til smá fjölbreytni og í staðinn fyrir tvö göngutúra af þessum fjórum geturðu hjólað í 40mín eða skokkað í 20 mín. Það gerir hreyfinguna skemmtilegri út af fjölbreytni, auk þess að þú þjálfar aðra vöðva og styrkir. T.d. styrkirðu bein á því að skokka (gefið að þú fáir öll þín næringarefni og kalk) og mikilvægasti vöðvi líkamans, hjartað, fær góða æfingu.
Best væri að leggjast yfir góðar bækur um næringarfræði og líkamsrækt, bókasafnið bjargar því.