Miðað við hvað við erum slök knattspyrnuþjóð, þá er hreinlega óþolandi hvað fótboltinn er vinsæll, ég skil það hreinlega ekki.
Í ÖLLUM fjölmiðlum landsins, sérstaklega Stöð2, kemst nánast ekkert í íþróttafréttirnar nema fótbolti, fótbolti og fótbolti. Það er óþolandi. Við höfum átt marga virkilega góða frjálsíþróttamenn, sundmenn og handboltamenn í gegnum tíðina og miðað við höfðatölu er það alveg með ólíkindum. Samt sem áður fá þessar íþróttir litla sem enga athygli nema kannski handboltinn þegar vel gengur. Fótboltinn stjórnar öllu saman. Þegar fótboltamaður sem leikur í 2. deild í Noregi tognar í tá, þá kemur það í fréttum í öllum fjölmiðlunum. Þegar t.d. frjálsíþróttamaður eða sundmaður setur Norðurlandamet er varla minnst á það. Er það sanngjarnt??
Það er verið að stækka og endurbæta Laugardalsvöll. Til hvers í fjandanum?? Hvenær er uppselt á leiki?? Einu sinni á fimm ára fresti. Það er þegar stórlið á við Frakkland og Ítalíu koma til landsins. Annars er stúkan yfirleitt hálftóm.
Við ættum að leggja meiri áherslu á að gera gott fyrir þá íþróttamenn sem eru að gera góða hluti. Jón Arnar t.d. var atvinnumaður í tíu ár og var meðal 8 bestu tugþrautarmanna í heiminum öll þessi ár. Þó hann hafi ekki brillerað á HM ÓL þá var hann að standa sig feykilega vel á sterkum tugþrautarmótum, þau voru því miður ekki heimsmeistaramót. Þess má til gamans geta að Jón vann fjórum sinnum til verðlauna á HM innanhúss í sjöþraut. Þrátt fyrir að þessi frábæri íþróttamaður væri með þeim allra bestu, lifði hann á 150 þús kalli á mánuði í styrk frá ÍSÍ. Það er ekki boðlegt fyrir mann í þessum klassa. Fótboltamenn á Íslandi fá meiri pening og samt eru þeir áhugamenn!
Staðreyndin er sú að fótboltinn fær alltof mikinn pening og alltof mikla athygli, óverðskuldað.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.
Vá þú hefur greinilega alveg nákvæmlega sömu skoðanir og ég á þessu máli.
Þetta er nátturulega íslenskum fjölmiðlum að kenna, þeir hafa mestan áhuga á fótbolta og þeir láta það ráða umfjölluninni.
Mér finnst dýrkunin í kringum Eið Smára gjörsamlega fáránleg. Ef einhver xxxxíþróttamaður setti einhverskonar met eða ynni til verðlauna þá fengi það litla klausu en ef einhver þjálfari eða leikmaður kommentaði á að Eiður væri góður var það birt með flennistórum stöfum og viðeigandi myndum sem tæki upp alla miðopnuna í Morgunblaðinu.
Það var fylgst með Chelsea í fyrra eins og það væri íslenska landsliðið og það skipti engu máli þó Eiður kæmi ekki inn á völlin nema í blálokin þá var alltaf sagt eitthvað álíka og “innkoma Eið Smára gjörbreyttu öllu spili Chelsea” og svo var mynd látin fylgja.
Pælið í því þegar Ólafur Stefánson var valinn íþróttamaður ársins, hann varð meistari í erfiðustu deild í heimi (Þýsku), hann var valin leikmaður ársins af blaðamönnum og leikmönnum (minnir mig), hann leiddi Íslenska landsliðið til einhvers besta árangurs frá upphafi, komst í heimsliðið og var álitin besti leikmaður HM, gott ef hann var ekki markahæstur líka…
Ólafur átti þennan titil fullkomlega skilin og ef Eiður átti hann líka skilin þá hlýtur það ár að hafa verið eitt það versta í íslenskum íþróttum frá upphafi.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að Eiður Smári ætti að þakka íslenskum fjölmiðlum fyrir titilinn íþróttamaður ársins.
Hef ekkert á móti Eið, þoli bara ekki þessa hlutdrægu blaðamennsku. Ég hef meira að segja heyrt einhvern íþróttafréttamannin segja að Eiður sé “einn fremsti íþróttamaður sem við höfum átt”? þvílík þvæla, við höfum átt íþróttafólk í heimsklassa í öllu frá hestamennsku og fimleikum til kraftlyftinga og júdos, tala nú ekki um okkar besta fólk úr sundinu, frjálsum og handboltanum… jæja þá.
Góða nótt
0
Einn fremsti as in: Frægasti.
Það hafa einfaldlega miklu fleiri gaman að fótbolta en öðru. Sem þýðir náttúrulega að það er ekki skrítið þó það sé talað mikið um þetta. Ég sjálfur horfi reyndar orðið lítið á fótbolta, myndi samt geta horft á leik og skemmt mér vel hvenær sem er.
Síðan er það náttúrulega bara það að það hafa flestir gaman að því að sparka í bolta, það færist svo yfir á það að horfa á aðra vera svo mikið betri en við. Hetjurnar okkar.
0
Hann er samt langbesti knattspyrnu maður sem við eigum! Samt ekki á heimsklassa…Ég meina hann er ekki einu sinni lengur í liðinu hjá chelsea!
0