Það er svona viðhorf sem veldur því að þetta er ennþá í gangi.
Þú getur ekki breytt viðhorfum allra á sama tíma. Gangi þér vel að banna stríð og kynlíf í öllum heiminum og allir fari eftir því. Þetta er alveg eins með dóp. Það er ekki hægt. Vestræni heimurinn tók stórt skref í verri átt þegar áfengi var bannað í Bandaríkjunum. Mikil mafíustarfsemi hófst með hækkandi glæpatíðni og hörku. Núna endurtekur leikurinn sig með öðrum efnum.
Hver sá sem selur Frammhaldskólanemum sem vita ekki betur fíkniefni á skilið athygli lögreglunar, er hann ekki að skerða ferlsi viðkomandi *EF* hann lýgur um efnin eða e-ð og gerir þau háð?
Þú talar um framhaldsskólanema eins og þetta séu leiksskólabörn. Það er almenn skynsemi að treysta ekki öllu sem dópsalar segja.
Takk samt fyrir að nefna þetta. Þetta er góð ástæða fyrir því að fíkniefni eigi að vera seld löglega í búðum. Ekki aðeins verða upplýsingar um efnasamsetningu og notkun aðgengilegari, heldur verða efnin einnig hættuminni. T.d. með E-pilluna. Þetta er efni sem á að vera auðveldlega hægt að taka án þess að láta lífið ef notkunin er rétt, bara eins og með áfengi. En reglulega kemur faraldur um alla Evrópu þar sem fólk lætur lífið. Af hverju? Af því einhver vildi græða meiri peninga með því að setja gallaðar pillur á markaðinn.
Peningarnir fara í Ríkið, Ríkið greiðir fyrir Forvarnir og aðra starsemi sem upprætir þennan óþverra.
Hundruðir milljóna fara beint í fíkniefnabaráttuna. Miklu meiri peningur en er að fara í forvarnir og meðferðir.
Hvað á þá að gera? á Ríkið að nota skattpeninga sem annars færu í eitthvað í þágu samfélgasins til að koma einhverjum sem hafði ekki vit á að forðast þetta úr neislu?
Hætta þessari fasistahegðun og leyfa fólki að bera ábyrgð á eigin lífi og líkama.
Ímyndaðu þér að vera dópisti sem er stanslaust á þörfinni fyrir næsta skammti. Þú skuldar handrukkurum tugi þúsunda. Þú þarft að borga það með því að annað hvort stela, selja fíkniefni eða stunda vændi. Ríkið skellir 30 þúsund kr ofan á þennan pakka. Hverju skilar það þjóðfélaginu? Jú dópistinn eykur afbrotin.
Fíkniefnavandamál eiga að vera heilbrigðisvandamál. Alveg eins og reykingar og áfengisneysla. Þetta er löngu tapað stríð sem ýtir þjóðfélaginu í verri átt. Hversu oft þarf að endurtaka hlutina svo mannkynið læri?