Út er komin bókin Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Í bókinni er að finna þrjú áður útkomin verk Hugleiks, Elskið-, Drepið- og Ríðið okkur sem að höfundur gaf sjálfur út en hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið.
Í myndum sínum og sögum tekst Hugleiki á skondinn og áhrifamikinn hátt að beina sjónum okkar að margskonar meinsemdum í samskiptum fólks, brengluðu gildismati, brengluðu siðferði og hættulegum siðferðislegum doða og afskiptaleysi. Sögur hans eru eins og ljósmyndir úr lífi fólks og hann lætur okkur eftir að fylla upp í götin.
Nemendaleikhúsið mun í samvinnu við leikhópinn CommonNonsense frumsýna samnefnt verk á litla sviði Borgarleikhússins fimmtudaginn 29. september.