Fór á Althingi.is í þeim tilgangi að sýna þér að þú hefðir rangt fyrir þér. En guð minn góður, þetta er rétt hjá þér.
XVII. kafli. Almenn verndarákvæði.
92. gr. Útivistartími barna.
Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.
Reyndar eru mörg lög svona á Íslandi, allt of óskýr.
Síðan er fáránlegt að hafa lengri tíma á sumrin því þá er drykkja meiri og margir byrja að drekka fyrr á kvöldin. Held líka að ofbeldi sé að meðaltali meira á sumrin, skiljanlega enda eykst ofbeldistíðni þegar ölvun er meiri.