Ég spila jazz. Ég spila líka blús, mambo, kletzmer tónlist og klassíska.
Ég hangi með vinum. Þeir blasta alltaf allt öðru en jazz eða blús. Hvað þá klassík.
“Get samt lofað þér því að allir sem eru að læra á hljóðfæri hlusta á jazz”
Nei. Þekki allmarga sem hlusta ekki á jazz, en spila á hljóðfæri.
“enda er engin tegund af tónlist þar sem hljóðfæraleikararnir eru jafn færir og þeir sem spila Jazz..”
Hálf-satt. Jazz menn/konur eru einstaklega hæf en það er enginn hæfari en annar á öðru tónlistarsviði. Jazz er ekki betra en annað.
“Þar að auki veist þú ekkert um það hvað fólk hlustar á þegar það er heima hjá sér”
Ert þú aldrei með vinum og hlustar á það sem þeir hafa í iPod, í tölvu eða á diskum? Ertu aldrei heima hjá vinum, hlustandi á það sem þeir hlusta á? Ég geri það. Og ekki margir eru með lög eftir Renzo Rugieri eða Art van Damme. Trúðu mér.