Ef einhver reynir að fá mig í viðbótarlífeyrissparnað einu sinni enn brjálast ég! Helvítis fíflin frá KB og Allianz veiða saklausa neytendur hvar sem þeir fara og fara að bulla um viðbótarlífeyrissparnað og hvernig ég er í rauninni að fá meiri pening og blablablablablabla mótfamlag blablablablabla og vextir og blabla og fullt af pening.

Þetta kom fyrir mig í þriðja skipti í gær! Fíflið hleypti mér ekki burt, ég þurfti að fara í miðri setningu til að komast burt.

Ég segi bara þetta: Eitthvað sem bankakallarnir vilja svona mikið að þú gerir getur ekki verið algott.
(\_/)