ég get haft ýmsar persónulegar ástæður fyrir því að ég vilji ekki spara og manninum kemur það ekki við
Þú meinar þá að hann eigi að finna á sér þegar hann sér þig í kringlunni að þú sért búinn að kynna þér málið og/eða hafir verið spurður áður…
Og það að hann geri ekki það þýðir að hann verðskuldi að þú kallir hann fífl og fávita.
Það er rétt hjá þér að þetta er þjónusta sem er verið að selja.
Barátta fyrirtækja um viðskiptavini gerir ekkert nema gott fyrir neytendur.
Það er fullt af fólki sem væri ekki í viðbótarlífeyrissparnaði ef ekki væri fyrir þá sem eru að kynna þetta og eru sjálfsagt þakklátir fyrir það.
Þú hefur engan rétt að svipta fólk þeim rétti bara vegna þess að þú nennir ekki að segja “ég hef ekki áhuga” og ganga í burtu
Það getur munað nokkrum miljónum á því að skrá sig í þetta 18 ára eða 22 ára og því sé ég ekkert að því að fólki sé bent á þetta, þó að það sé gert nokkrum sinnum.
Þar fyrir utan er stærsti kosturinn við það að skrá sig ungur að bankar og aðrir sem sjá um þetta geta álitið það vænlegan kost fyrir sig að kaupa fólk útúr sínum samningum áður en það kemst á aldur til að fá þetta og þannig látið fólk fá mikinn pening á góðum tíma í þeirra lífi