Ég hef sjálfur átt í miklum erfiðleikum með svefn seinustu árin, en er svona að koma þessu í lag í dag.
Nokkur ráð…
* Ekki taka hefðbundin svefnlyf nema það sé algjörlega nauðsynlegt og þá bara tímabundið, eftir að þú ert búinn að reyna að sofna áður. Margir enda í en þá verri vítahring með því að venjast slíkum lyfjum. Baldrian B+ eru gott náttúrulegt lyf til þess að hjálpa manni að slaka á fyrir svefn, ekki ávanabindandi og þarft ekki lyfseðil.
* Hafðu frekar mjúka birtu í kringum þig á kvöldin. T.d. lampa í stað þess að hafa kveikt ljósin. Einnig er gott að minnka birtuna á tölvuskjánum ef hún er sterk.
* Mikilvægt er að borða lítið á kvöldin. Ef þú ert að fá þér heila máltíð rétt fyrir svefn þá er erfiðara að sofna. Einnig fitnar maður auðveldlega af slíku þar sem maður brennir ekki matinn þegar maður sefur. Borðaðu vel á daginn, mikilvægt að fá almennilegan mat í morgunmat og hádeginu. Borðaðu eins lítið og hægt er eftir kvöldmat, helst bara áxexti eða grænmeti.
* Verður að hreyfa þig eitthvað á hverjum einasta degi, hjálpar rosalega með að ná jafnvægi á heilsu og góðum svefni. Hollt fyrir líkama og sál.
* EKKI drekka drykki sem innihalda örvandi efni á kvöldin, t.d. koffín. Coke/Pepsi, kaffi, orkudrykki… Stranglega bannað.
* Ef þú ert með sjónvarp í herberginu þá er gott að stilla á timer og hafa á Omega til þess að sofna yfir. Horfir ekki á það heldur hlustar bara á það með lokuð augun.