Hryðjuverk og stríð er ekki það sama.
Súnní múslimar ásamt erlendum hryðjuverkamönnum eru að gera árásir gegn meirihluta Íraka og bandaríkjamönnum. Þetta eru hryðjuverk í þeim tilgangi að koma á borgarastyrjöld, sem en þá hefur ekki tekist. Enda hafa stjórnvöld í Írak haldið fast í það að ógna ekki lýðræðisferlinu með því að taka þátt í slíku.
Talað var um að hundruðir þúsunda myndu falla eingöngu af götubardögum í Baghdad stuttu eftir innrásina. En hverju gerðist það ekki? Af því lítill minnihlutahópi þeirra sem Saddam skipaði að berjast gerðu það. Þetta var ein stór sýning fyrir innrásina og svo kom sannleikurinn í ljós, lítill minnihlutahópur þjóðarinnar var á móti frelsuninni.
Þó það sé ekki komið þing þá er lýðræðisþróunin komin langt miða við svona stuttan tíma, ásamt því að Írakar eru búnir að taka yfir stjórn landsins. Eru með stjórn landsins en leyfa hermönnunum að vera áfram tímabundið til þess að hjálpa við uppbygginguna og þjálfa Íraka til þess að taka við vörnum landsins.
Þú gerir þér greinilega ekki grein fyrir því hversu flókið það er að koma á lýðræði. Ef það er frestað einhverju þá missir þú alla trú. Það er ótrúlegt að þessi þjóð sé komin svona langt á aðeins nokkrum árum. Það er ekki hægt að gera slíkar breytingar á nokkrum mánuðum, því miður.
En vinsamlegast svaraðu þessu. Ef að Írakar eru allir svona á móti lýðræði og veru bandamanna í landinu, af hverju eru þá stjórnvöld ekki búin að biðja þá um að fara og farið aðrar leiðir í myndum á stjórnarkerfi?