Orðið byssur er nafnorð í kvenkyni, fleirtölu. Þess vegna þarf sagnasambandið er selt að vera í kyni og tölu eftir því. Af því leiðir að þú skrifar: Það eru seldar byssur í Intersport.
Ef þú værir að tala um brauð hinsvegar, þá myndirðu skrifa: Það er selt brauð í Intersport, vegna þess að orðið brauð er nafnorð í hvorugkyni, eintölu.