Huga er ekki viðbjargandi. Maður er nánast hættur að vafrast hérna, ekkert nema smákrakkar hérna sem vita ekki betur (auðvitað með einhverjum undantekningum). Það eina sem heldur mér hérna að einhverju leiti er hljóðfæra áhugamálið, þó það sé farið að vera þreytt líka, mikið talað um sömu hlutina fram og til baka. Aðalmálið er að manni líður eins og gömlum manni hérna, aðeins 20 ára að aldri. Ég efast um að það verði langt í að maður yfirgefi huga endanlega. Eins og hann er í dag, þá verður það ekki mikill söknuður.