Ertu að grínast? Því ef þetta var grín þá var þetta lélegt grín.
Dauðarósir er ömurleg bók með ótrúlega lélegu og fyrirsjáanlegu plotti sem endar með eindæmum hallærislega. Ég veit hreinlega ekki hvort Dauðarósir, Röddin eða Kleifarvatn er leiðinlegasta bókin eftir hann en þær slást harkalega um það.
Mér þykir leitt að segja það en Arnaldur er virkilega slakur rithöfundur og ég vona að fólk sjái það sem allra fyrst því hann á ekki skilið að selja yfir 15 þús bækur á hverju ári.
Ég skal benda þér á Ken Follett, Alistair MacLean, Desmond Bagley, Robert Ludlum og David Baldacci ef þú hefur áhuga á góðum spennusögum, þessir eru frábærir!
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.